Innlent

Þrír lykilstjórnendur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands ráðnir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðný Friðriksdóttir, Örn Ragnarsson og Guðmundur Magnússon.
Guðný Friðriksdóttir, Örn Ragnarsson og Guðmundur Magnússon. vísir
Þrír lykilstjórnendur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa verið ráðnir og hafa þau öll hafið störf. 

Guðný Friðriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Guðný lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1996 og MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2008.

Guðný starfaði á námsárum á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Á undanförnum árum hefur Guðný unnið bæði á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Landsspítalanum. Nú síðast sem verkefnastjóri og formaður hjúkrunarráðs á Landspítala.

Örn Ragnarsson hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Örn lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og sérfræðingsnámi í heimilislækningum í Svíþjóð. Örn hefur starfað við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki frá árinu 1993 og verið bæði yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga á stofnunni síðast liðin ár.

Guðmundur Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og stoðþjónustu. Guðmundur hefur meistaragráðu í rekstrar- og stjórnunarverkfræði frá Álaborgarháskóla og stundar nú meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.

Guðmundur hefur starfað sem ráðgjafi, framkvæmdastjóri Lundar rekstrarfélags og kennt gæðastjórnun, rekstrarstjórnun og nýsköpun við Háskólann á Akureyri.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunarinnar í Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×