Innlent

Sjúklingurinn á kaffistofunni: Boðið að færa sig en afþakkaði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðni undirgekkst rannsóknir í dag og vonar að niðurstaðna sér að vænta fljótlega. "Mér nefnilega hundleiðist.“
Guðni undirgekkst rannsóknir í dag og vonar að niðurstaðna sér að vænta fljótlega. "Mér nefnilega hundleiðist.“ vísir/vilhelm
„Ég er hér enn og verð þar áfram. Mér var boðið að færa mig í morgun en ég afþakkaði það. Ég hef það bara fínt hér og það er fínt að fá að hitta fólk,“ segir Guðni Páll Viktorsson, sem legið hefur á afar óvenjulegum stað á Landspítalanum undanfarna daga, eða inni á kaffistofu hjartadeildarinnar vegna verkfalls lækna.

„Ég get ekki verið annað en sáttur. Þetta kallast víst forsetaherbergið en ég er með útsýni yfir Perluna og Valssvæðið,“ bætir hann við. 

Fréttablaðið greindi frá því í dag að vegna verkfallsins hefði Guðni ekki undirgengist nauðsynlegar rannsóknir, en hann kenndi sér meins síðastliðið mánudagskvöld og leitaði því aðstoðar á bráðamóttöku. Hann var í kjölfarið sendur á Hjartagátt til frekari rannsókna en svo lagður inn á hjartadeild 14EG.

„Ég fékk svimaköst og ákvað að láta kíkja á mig. En þeir hafa ekki viljað sleppa mér nema senda mig fyrst í rannsóknir. En ég var sendur í sneiðmyndatöku í morgun og bíð núna eftir niðurstöðunum,“ segir Guðni. „Ég vona bara að ég fái þær fljótlega. Mér nefnilega hundleiðist,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að hann hlakki til að komast aftur heim.


Tengdar fréttir

Hjartveikur maður fastur á kaffistofu Landspítalans

Guðni Páll Viktorsson hefur legið inni á hjartadeild Landspítalans í fjóra daga, veit ekki hvað amar að honum en má ekki fara heim. Engir sjúklingar eru útskrifaðir vegna verkfalls




Fleiri fréttir

Sjá meira


×