Óttast orðspor ættingja vegna frétta af ISIS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2014 13:54 Steven Sotloff var afhausaður af meðlimi ISIS. Allt var það tekið upp á myndband. Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32
Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33