Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 14:49 Óli Geir stendur fyrir söfnunarkvöldi á Hendrix á laugardagskvöldið. „Ég sá að þessar tvær grúppur voru að safna peningum og langaði að láta gott af mér leiða með þeim," segir Óli Geir Jónsson, plötusnúður og eigandi fyrirtækisins Agent.is. Óli Geir ætlar, í samstarfi við Facebook-hópana Beauty tips og Sjomlatips að standa fyrir söfnunarkvöldi á skemmtistaðnum Hendrix á laugardaginn. „Báðir hóparnir hafa verið rosalega duglegir við að safna peningum. Þeir hafa safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd. Þeirra safnanir gengu yfirleitt þannig fyrir sig að fólk lagði inn á sameiginlegan reikning. En mér datt í hug að vinkla starfið mitt inn í söfnunina og gera það sem ég kann best; að halda partí. Við ætlum að safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum að allir geti átt góð jól, við viljum láta gott af okkur leiða," segir Óli Geir og bætir við, glaður í bragði: „Við fengum aðstandendur skemmtistaðarins Hendrix með okkur í lið og þeir ætla að láta hluta af sölunni á barnum renna til góðgerðamála. Þetta verður því partí sem mun hafa góð áhrif á umhverfið, það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld. Þetta kvöld kemur líka á góðum tíma, margir eru að klára prófin og svona. Ég held að þetta verði bilað stuð." Óli Geir býst við góðri mætingu þetta kvöld. „Þessar grúppur eru báðar mjög virkar. Í Sjomlatips eru tíu þúsund strákar, en ég er ekki með á hreinu hversu margir eru í Beauty Tips. En maður sér í Sjomlatips hversu mikil gagnkvæm virðing ríkir þar. Allir eru vinir, eru að skiptast á ráðum og skoðunum og ef einhver er með eitthvað bögg er honum bara hent út. Þessir hópar hafa verið að láta gott af sér leiða í samfélaginu og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar." Stuðið hefst klukkan 11 á laugardagskvöld og stendur til fjögur. Sérstakar reglur verða á staðnum; ef lagið Sjomleh verður spilað verða fríir drykkir við barinn. Það lag verður tileinkað meðlimum Sjomlatips. Að sama skapi verður lagið Run The World með Beyoncé tileinkað stúlkunum í Beauty Tips og þá verða einnig gefnir drykkir, eins lengi og birgðir endast. Aðgangseyrir er þúsund krónur og rennur allir ágóðinn til Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
„Ég sá að þessar tvær grúppur voru að safna peningum og langaði að láta gott af mér leiða með þeim," segir Óli Geir Jónsson, plötusnúður og eigandi fyrirtækisins Agent.is. Óli Geir ætlar, í samstarfi við Facebook-hópana Beauty tips og Sjomlatips að standa fyrir söfnunarkvöldi á skemmtistaðnum Hendrix á laugardaginn. „Báðir hóparnir hafa verið rosalega duglegir við að safna peningum. Þeir hafa safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd. Þeirra safnanir gengu yfirleitt þannig fyrir sig að fólk lagði inn á sameiginlegan reikning. En mér datt í hug að vinkla starfið mitt inn í söfnunina og gera það sem ég kann best; að halda partí. Við ætlum að safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Við viljum að allir geti átt góð jól, við viljum láta gott af okkur leiða," segir Óli Geir og bætir við, glaður í bragði: „Við fengum aðstandendur skemmtistaðarins Hendrix með okkur í lið og þeir ætla að láta hluta af sölunni á barnum renna til góðgerðamála. Þetta verður því partí sem mun hafa góð áhrif á umhverfið, það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld. Þetta kvöld kemur líka á góðum tíma, margir eru að klára prófin og svona. Ég held að þetta verði bilað stuð." Óli Geir býst við góðri mætingu þetta kvöld. „Þessar grúppur eru báðar mjög virkar. Í Sjomlatips eru tíu þúsund strákar, en ég er ekki með á hreinu hversu margir eru í Beauty Tips. En maður sér í Sjomlatips hversu mikil gagnkvæm virðing ríkir þar. Allir eru vinir, eru að skiptast á ráðum og skoðunum og ef einhver er með eitthvað bögg er honum bara hent út. Þessir hópar hafa verið að láta gott af sér leiða í samfélaginu og þetta er bara algjörlega til fyrirmyndar." Stuðið hefst klukkan 11 á laugardagskvöld og stendur til fjögur. Sérstakar reglur verða á staðnum; ef lagið Sjomleh verður spilað verða fríir drykkir við barinn. Það lag verður tileinkað meðlimum Sjomlatips. Að sama skapi verður lagið Run The World með Beyoncé tileinkað stúlkunum í Beauty Tips og þá verða einnig gefnir drykkir, eins lengi og birgðir endast. Aðgangseyrir er þúsund krónur og rennur allir ágóðinn til Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira