Innlent

Ófært á Bröttubrekku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði, Svínadal og Laxárdalsheiði.
Hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði, Svínadal og Laxárdalsheiði. vísir
Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum og Sandskeiði. Hálka er einnig á flestum vegum á Suðurlandi og óveður á Kjalarnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Ófært er á Bröttubrekku en unnið að hreinsun. Hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði, Svínadal og Laxárdalsheiði. Hálka og skafrenningur um Fróðárheiði, annars er hálka víða á Vesturlandi og éljagangur.

Á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á Mikladal, Hjallahálsi og Hálfdán en hálka á Kleifaheiði að Brjánslæk. Snjóþekja og skafrenningur er á Gemlufallsheiði og í Dýrafirði. Þæfingsfærð er í Ísafjarðarheiði og á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja og skafrenningur á Þröskuldum. Búið er að opna leiðina frá Ísafirði til Súðavíkur og er þar snjóþekja og skafrenningur en ennþá er varúðarstig vegna snjóflóða þar og vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát.

Á Norðurlandi vestra er víða hálka og skafrenningur. Lokað er um Þverárfjall og ófært á Siglufjarðarvegi.

Norðaustanlands er víða snjóþekja, hálka eða þæfingsfærð og snjókoma, éljagangur og skafrenningur. Lokað er um Ólafsfjarðarmúla og ófært á Mývatnsöræfum og á Hófaskarði. Búið er að opna Víkurskarð.

Lokað er á Fagradal og Fjarðarheiði en snjóþekja í Oddskarði og skafrenningur. þæfingsfærð á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum en annars snjóþekja og éljagangur víða á Austurlandi.

Hálka er víða við suðausturströndina og óveður á Skeiðarársandi og við Lómagnúp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×