Innlent

Ófært um Bröttubrekku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hálka er á Sandsskeiði og Þrengslum og á flestum leiðum á Suðurlandi.
Hálka er á Sandsskeiði og Þrengslum og á flestum leiðum á Suðurlandi. Úr myndasafni
Ófært er um Bröttubrekku, snjóþekja á Holtavörðuheið og annars hálka víða á Vesturlandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru á Hellisheiði.

Hálka er á Sandsskeiði og Þrengslum og á flestum leiðum á Suðurlandi.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þæfingsfærð er á Ennishálsi.

Súðavíkurhlíð er nú opin en þar er ennþá varúðarstig vegna snjóflóðahættu og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát.

Á Norðurlandi vestra er víða hálka og skafrenningur og snjókoma á stöku stað. Þæfingsfærð og éljagangur er á Þverárfjalli og á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Ófært er yst á Siglufjarðarvegi.

Norðaustanlands er hálka á Öxnadalsheiði og þæfingur í Köldukinn. Annars er yfirleitt snjóþekja eða hálka á vegum og víða ofankoma. Nú er búið að opna Ólafsfjarðarmúla og er þar snjóþekja og ennþá snjóflóðahætta.

Ekki eru komnar upplýsingar um Mývatnsöræfi en hálkublettir og éljagangur er á Möðrudalsöræfum

Hálka eða snjóþekja er víða á Austurlandi og skafrenningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×