Innlent

Henti skiptilykli í átt að konunni og keyrði á hana

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Auk fangelsisdómsins var hann dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljón í miskabætur sem og allan málskostnað.
Auk fangelsisdómsins var hann dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljón í miskabætur sem og allan málskostnað. Vísir/Getty
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Ingólf Rúnar Sigurz í 3 ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárá en hann var ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrum sambýliskonu sína í september síðastliðnum.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa kastað skiptilykli inn um svefnherbergisglugga konunnar þar sem hún stóð inni í herberginu. Maðurinn neitaði sök en vitni voru að atvikinu sem staðfestu frásögn konunnar.

Héraðsdómur taldi því sannað að maðurinn hefði kastað skiptilykli inn um gluggann í átt að konunni en í dómnum segir að atlagan hafi verið með „þeim hætti að alvarlegir líkamsáverkar hefðu getað hlotist af.“

Í kjölfarið á því að maðurinn kastaði skiptilyklinum inn um gluggann reyndi hann svo í tvígang að keyra yfir konuna. Konan var sannfærð um að hann væri að reyna að drepa sig en maðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa ekið á konuna af ásetningi.

Héraðsdómur taldi ekki sannað að aksturslag hans hefði verið þannig að hann ætlaði að bana konunni. Hins vegar taldi dómurinn sannað að maðurinn hafi keyrt á konuna og var hann því sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Ingólfur Rúnar á að baki langan brotaferil en auk fangelsisdómsins var hann dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljón í miskabætur sem og allan málskostnað.

Dóminn í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×