Erlent

Frans páfi neitar að hitta Dalai Lama

Bjarki Ármannsson skrifar
Frans páfi hefur hafnað fundarboði Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet.
Frans páfi hefur hafnað fundarboði Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Vísir/AFP/Getty
Frans páfi hefur hafnað fundarboði Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet, vegna ótta við að styggja kínversk yfirvöld.

Frá þessu greinir BBC. Talsmaður Vatíkansins segir að þótt Frans páfi hafi mikið álit á Dalai Lama, hafi þurft að hafna boðinu „af augljósum ástæðum.“ Kínversk stjórnvöld líta á tíbetska leiðtogann sem aðskilnaðarsinna og bregðast ókvæða við þegar erlendir þjóðarleiðtogar bjóða honum á fund sinn.

Talið er að yfirvöld í Vatíkaninu vilji bæta samskipti sín við Kínverja en þeir hafa undanfarið deilt um yfirráð kaþólsku kirkjunnar í Kína. Í Kína búa um hundrað milljónir Kaþólikka og er talið að eftir fimmtán ár verði fleiri Kaþólikkar þar en í nokkru öðru landi heimsins.

Dalai Lama er staddur í Róm um þessar mundir . Talsmenn hans segja það „vonbrigði“ að fá ekki að funda með Páfanum en að hann vilji þó ekki valda neinum vandræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×