Hæfasti umsækjandinn tapaði gegn íslenska ríkinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. desember 2014 11:49 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. vísir/gva Íslenska ríkið hefur verið sýknað af ásökunum um að hafa ekki skipað hæfasta umsækjandann í starf framkvæmdastjóra Lánastofnunar íslenskra námsmanna (LÍN). Kristín Egilsdóttir, sem metin var hæfust af stjórn LÍN, höfðaði málið en beið lægri hlut. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um klukkan tólf. Samkvæmt dómnum var Illuga heimilt að gefa reynslu á sviði stjórnsýslu og fjárlagagerðar aukið vægi, umfram aðra þætti sem tilgreindir voru í auglýsingu um embættið. Við það hafi Hrafnhildur Ásta verið orðin hæfust umsækjendanna þriggja. Var ríkið af þessum sökum sýknað að kröfu Kristínar. Kristín höfðaði málið eftir að Illugi skipaði Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem framkvæmdastjóra LÍN í október á síðasta ári. Kristín var metin hæfust af stjórn LÍN lagði til við ráðherra að hún yrði skipuð. Illugi tók hinsvegar ákvörðun byggða á öðrum ótilgreindum forsendum. Bent hefur verið á fjölskyldutengsl Hrafnhildar en hún er náskyld Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, en Illugi er fyrrverandi aðstoðarmaður hans. Það vakti einnig athygli að þegar Illugi skipaði þrjá einstaklinga í stjórn LÍN sem allir höfðu gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í umsögn stjórnar LÍN sem lögð var fyrir Illuga áður en skipað var í starfið kom fram að þrír umsækjendur hefðu menntun og starfsreynslu sem þarf til að gegna starfi framkvæmdastjóra en efir viðtöl og verkefni sem lögð voru fyrir þremenningana var það mat stjórnarinnar að Kristín væru hæfust þeirra. Hrafnhildur Ásta var ein af þessum þremur sem metnir voru hæfir. Stjórn sjóðsins gaf hinsvegar reynslu á sviði fjármála og rekstrar aukið vægi umfram aðra þætti að eigin frumkvæði. Það gerði Illugi ekki. Illugi sagði í samtali við DV í mars að LÍN hefði sent sér þrjú nöfn og það hefði stjórnin ekki gert nema að allir þrír þættu hæfir til að vera skipaðir í stöðuna. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af ásökunum um að hafa ekki skipað hæfasta umsækjandann í starf framkvæmdastjóra Lánastofnunar íslenskra námsmanna (LÍN). Kristín Egilsdóttir, sem metin var hæfust af stjórn LÍN, höfðaði málið en beið lægri hlut. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um klukkan tólf. Samkvæmt dómnum var Illuga heimilt að gefa reynslu á sviði stjórnsýslu og fjárlagagerðar aukið vægi, umfram aðra þætti sem tilgreindir voru í auglýsingu um embættið. Við það hafi Hrafnhildur Ásta verið orðin hæfust umsækjendanna þriggja. Var ríkið af þessum sökum sýknað að kröfu Kristínar. Kristín höfðaði málið eftir að Illugi skipaði Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur sem framkvæmdastjóra LÍN í október á síðasta ári. Kristín var metin hæfust af stjórn LÍN lagði til við ráðherra að hún yrði skipuð. Illugi tók hinsvegar ákvörðun byggða á öðrum ótilgreindum forsendum. Bent hefur verið á fjölskyldutengsl Hrafnhildar en hún er náskyld Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, en Illugi er fyrrverandi aðstoðarmaður hans. Það vakti einnig athygli að þegar Illugi skipaði þrjá einstaklinga í stjórn LÍN sem allir höfðu gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í umsögn stjórnar LÍN sem lögð var fyrir Illuga áður en skipað var í starfið kom fram að þrír umsækjendur hefðu menntun og starfsreynslu sem þarf til að gegna starfi framkvæmdastjóra en efir viðtöl og verkefni sem lögð voru fyrir þremenningana var það mat stjórnarinnar að Kristín væru hæfust þeirra. Hrafnhildur Ásta var ein af þessum þremur sem metnir voru hæfir. Stjórn sjóðsins gaf hinsvegar reynslu á sviði fjármála og rekstrar aukið vægi umfram aðra þætti að eigin frumkvæði. Það gerði Illugi ekki. Illugi sagði í samtali við DV í mars að LÍN hefði sent sér þrjú nöfn og það hefði stjórnin ekki gert nema að allir þrír þættu hæfir til að vera skipaðir í stöðuna.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira