Innlent

Stofnbraut opnuð í Kópavogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Enn er illfært um íbúagötur í efri byggðum Kópavogs.
Enn er illfært um íbúagötur í efri byggðum Kópavogs. mynd/Skjáskot
Fífuhvammsvegur hefur verið opnaður á ný og því er stofnbraut upp í Vatnsendahverfi (Fífuhvammsvegur/Arnarnesvegur/Vatnsendavegur) opin.

Enn er illfært um íbúagötur í efri byggðum Kópavogs. Unnið er að því hörðum höndum að ryðja götur í Kópavogsbæ og hefur allt tiltækt lið verið kallað út.

Allar stofnleiðir um Vesturbæ og Austurbæ í Kópavogi hafa verið mokaðar og einnig í Smárahverfi. Þungfært er enn víða í íbúagötum í neðri byggðum Kópavogs.


Tengdar fréttir

Ófært í efri byggðum Kópavogs

Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×