Innlent

Þeir sem mæta of seint í próf fá lengdan próftíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Próf eftir hádegi fara fram.
Próf eftir hádegi fara fram. Vísir / GVA
Allnokkrar fyrirspurnir hafa borist inn á skrifstofur Háskóla Íslands um það hvort prófum, sem hefjast eiga í dag kl.13.30, verið frestað vegna veðurs.

Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að prófin verða haldin og eru nemendur hvattir til að leggja tímanlega af stað í skólann og nýta almenningssamgöngur.

Þeir nemendur sem mæta of seint vegna veðurs fá lengdan próftíma. Leitað verður leiða til að koma til móts við þá nemendur, sem ekki komast á prófstað vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×