Innlent

Töluverð úrkoma á höfuðborgarsvæðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Stormur mun skella á Suður- og Vesturlandi fyrir hádegi og með honum fylgir mikil snjókoma. Þá gæti Hellisheiðin orðið erfið yfirferðar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Í kringum hádegið mun snjókoman breytast í slyddu og rigningu á láglendi og í kvöld mun veðrið hafa gengið yfir.

Með þessu er búist við stormi eða suðaustan 18 til 23 metra á sekúndu í dag. Í kvöld mun vindurinn snúa í suðvestur með éljum á Suður- og Vesturlandi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk um að fylgjast með veðri og veðurspám í dag og segir að gott verði að halda kyrru fyrir nema nauðsyn sé.

Frekari upplýsingar um veður má sjá á heimasíðu Veðurstofunnar.


earth



Fleiri fréttir

Sjá meira


×