Sala eigna hrekkur ekki til hjá RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2014 20:48 Sala húseignar og lóðar duga ekki til að rétta af fjárhag Ríkisútvarpsins og til að bæta reksturinn blasir því við að grípa þarf til uppsagna og annarar hagræðingar á næsta ári. Stofnunin átti ekki fyrir nýlegum afborgunum á láni vegna lífeyrisskuldbindinga. Stjórn Ríkisútvarpsins kom saman til fundar seinnipartinn í gær í fyrsta skipti eftir að fjárlög voru endanlega samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti fortíðarvanda stofnunarinnar eru gríðarlegar lífeyrisskuldbindingar frá því fyrir stofnun Ríkisútvarpsins ohf og hefur það ekki getað staðið í skilum með greiðslurnar. Ríkisútvarpið ohf. á gríðarleg verðmæti í húseigninni í Efstaleiti ásamt lóð við húsið og fullyrt hefur verið að verðmætið sé um fimm milljarðar króna. En jafnvel þótt allar þessar eignir yrðu seldar myndi það ekki duga til. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var ekkert rætt um uppsagnir á starfsfólki nú eða í náinni framtíð á stjórnarfundinum í gær. „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og greina hvernig við myndum haga vinnunni í framhaldinu og svo sem engar ákvarðanir nákvæmlega teknar nema um kannski vinnulag,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson að loknum stjórnarfundi í gær. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að taka verði á skuldavanda Ríkisútvarpsins og þjónustusamningur þess við ríkið rennur út um áramótin og í nýjum samningi verður væntanlega rammað inn hvaða þjónustu Ríkisútvarpið á að veita. Stjórnarformaðurinn segir sölu eigna skipta miklu til að taka á þröngri sjóðs- og skuldastöðu félagsins, en áfram þyrfti miðað við forsendur fjárlaga að taka á rekstrarvanda félagsins.Rekstur þýðir auðvitað eitt, dýrasti þátturinn þar er starfsfólkið. Það myndi auðvitað þýða fækkun starfsfólks?„Miðað við óbreyttar forsendur er auðvitað ekkert óeðlilegt hjá þér að draga þá ályktun en ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Ingvi Hrafn. Alþingi skipar nýja stjórn Ríkisútvarpsins í byrjun næsta árs og ekki víst að núverandi stjórn leggi fram tillögur fyrir þann tíma. „Ég held að það sé ekkert endilega óskastaða. Ef það kemur ný stjórn og ef hún yrði verulega breytt væri mjög eðlilegt að hún hefði tækifæri til að fara yfir þær tillögur áður en þeim væri hrint í framkvæmd,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sala húseignar og lóðar duga ekki til að rétta af fjárhag Ríkisútvarpsins og til að bæta reksturinn blasir því við að grípa þarf til uppsagna og annarar hagræðingar á næsta ári. Stofnunin átti ekki fyrir nýlegum afborgunum á láni vegna lífeyrisskuldbindinga. Stjórn Ríkisútvarpsins kom saman til fundar seinnipartinn í gær í fyrsta skipti eftir að fjárlög voru endanlega samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti fortíðarvanda stofnunarinnar eru gríðarlegar lífeyrisskuldbindingar frá því fyrir stofnun Ríkisútvarpsins ohf og hefur það ekki getað staðið í skilum með greiðslurnar. Ríkisútvarpið ohf. á gríðarleg verðmæti í húseigninni í Efstaleiti ásamt lóð við húsið og fullyrt hefur verið að verðmætið sé um fimm milljarðar króna. En jafnvel þótt allar þessar eignir yrðu seldar myndi það ekki duga til. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var ekkert rætt um uppsagnir á starfsfólki nú eða í náinni framtíð á stjórnarfundinum í gær. „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og greina hvernig við myndum haga vinnunni í framhaldinu og svo sem engar ákvarðanir nákvæmlega teknar nema um kannski vinnulag,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson að loknum stjórnarfundi í gær. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að taka verði á skuldavanda Ríkisútvarpsins og þjónustusamningur þess við ríkið rennur út um áramótin og í nýjum samningi verður væntanlega rammað inn hvaða þjónustu Ríkisútvarpið á að veita. Stjórnarformaðurinn segir sölu eigna skipta miklu til að taka á þröngri sjóðs- og skuldastöðu félagsins, en áfram þyrfti miðað við forsendur fjárlaga að taka á rekstrarvanda félagsins.Rekstur þýðir auðvitað eitt, dýrasti þátturinn þar er starfsfólkið. Það myndi auðvitað þýða fækkun starfsfólks?„Miðað við óbreyttar forsendur er auðvitað ekkert óeðlilegt hjá þér að draga þá ályktun en ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Ingvi Hrafn. Alþingi skipar nýja stjórn Ríkisútvarpsins í byrjun næsta árs og ekki víst að núverandi stjórn leggi fram tillögur fyrir þann tíma. „Ég held að það sé ekkert endilega óskastaða. Ef það kemur ný stjórn og ef hún yrði verulega breytt væri mjög eðlilegt að hún hefði tækifæri til að fara yfir þær tillögur áður en þeim væri hrint í framkvæmd,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira