Enski boltinn

Messan: Hefur Steven Gerrard engan húmor fyrir þessu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Vísir/Getty
Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni fóru aðeins yfir samningamálin hjá leikmönnum Liverpool í Messu gærkvöldsins en með Gumma Ben í Messunni í gær voru þeir Hjörvar Hafliðason og Ríkharður Daðason.

Liverpool-mennirnir Glen Johnson og Steven Gerrard voru í sviðsljósinu í sigurleiknum á móti Stoke um helgina en þó af ólíkum ástæðum. Johnson skoraði sigurmarkið og fyrirliðinn Stevie G byrjaði á varamannabekknum.  Strákarnir ræddu aðeins samningamál þessara tveggja leikmanna sem er búnir að vera lengi á Anfield.

„Það fer tvennum sögum að því hvernig Steven Gerrard líkaði það að byrja á bekknum á móti Stoke. Sumir sögðu að hann hefði engan húmor fyrir því að vera talin orðin of gamall og þurfa eitthvað að hvíla. Hann vilja bara spila leikina ef hann er ómeiddur. Það verður athyglisvert að sjá hvað gerist þarna," sagði Guðmundur Benediktsson og talaði um það að Liverpool væri mögulega að bjóða Gerrard launalækkun.

„Það var búið að koma fram að Glen Johnson var búinn að fá tilboð upp á helmingslaunalækkun. Það er búið að kaupa tvo bakverði í haust en Glen Johnson spilar alltaf frekar en þeir. Það er því eitthvað rangt við það að það sé verið að bjóða honum helmingslaunalækkun," sagði Ríkharður Daðason.

„Ég trúi því ekki að Liverpool bjóði Gerrard einhverja drastíska launalækkun þó að hann hafi verið undir pari í tvo mánuði. Þetta er bara "franchise" leikmaður sem er búinn að vera þarna alla tíð og þú vilt að þessi gæi klári ferilinn þarna," sagði  eitthvað rangt við það að það sé verið að bjóða honum helmingslaunalækkun," sagði Ríkharður.

„Fótboltinn er þannig að hann borgar þér fyrir það sem þú ert að fara gera en ekki fyrir það sem þú ert búinn að gera," sagði Hjörvar Hafliðason en það er hægt að sjá hverju hann bætti við um þessi máli með því að smella hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×