Enski boltinn

Gerrard á skotskónum er Liverpool skellti Leicester | Sjáðu mörkin

Gerrard fagnar marki sínu vel og innilega.
Gerrard fagnar marki sínu vel og innilega. Vísir/Getty
Hvorki Liverpool né Steven Gerrard hafa sungið sitt síðasta í enska boltanum í vetur.

Gerrard kom aftur inn í liðið og skoraði mikilvægt mark í leiknum. Liverpool er komið upp í áttunda sæti deildarinnar.

Það var basl á Liverpool í upphafi leiks og það kom því ekki á óvart er Leicester komst yfir. Mikill atgangur í teig Liverpool sem endaði með því að Mignolet, markvörður Liverpool, skoraði sjálfsmark. Skot í stöng fór í hann og inn.

Liverpool var ekki lengi að hrista þetta af sér. Lallana hrifsaði frákast í teignum og negldi boltanum í netið.

Steven Gerrard var settur á bekkinn í síðasta leik og hann minnti á sig með því koma Liverpool yfir í seinni hálfleik. Fékk boltann í teignum og var ekki í vandræðum með að skora.

Það var síðan Jordan Henderson sem skoraði þriðja markið eftir að Leicester hafði misst fyrirliðann sinn af velli með rautt spjald.

Leicester sem fyrr á botni deildarinnar.

Mignolet skorar sjálfsmark. Lallana jafnar fyrir Liverpool. Gerrard kann enn að skora. Captain Morgan rekinn af velli. Henderson klárar leikinn fyrir Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×