Enski boltinn

Man. Utd marði sigur gegn Stoke | Sjáðu mörkin

Fellaini fagnar marki sínu í kvöld.
Fellaini fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Man. Utd slapp með skrekkinn gegn Stoke í kvöld. Stoke var mjög nærri því að jafna í uppbótartíma en Man. Utd vann 2-1. United styrkti því stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar.

Stoke byrjaði með nánast allt sitt lið í vörn en það kom ekki í veg fyrir að Belginn Marouane Fellaini kæmi United yfir. Fékk laglega sendingu í teiginn sem hann stangaði í netið.

Leikmenn Stoke gáfust ekki upp og Steven N'Zonzi náði að jafna fyrir hlé. Átti þá gott skot fyrir utan teig sem söng í netinu. Leikmenn Man. Utd ósáttir þar sem Fellaini lá á vellinum er Stoke skoraði.

Heimamenn komust aftur yfir í seinni hálfleik. Spyrna Mata fór alla leið í markið en Marcos Rojo vildi meina að hann hefði snert boltann. Það var erfitt að sjá þá snertingu en ef hann gerði það var markið ólöglegt enda var hann rangstæður er Mata spyrnti í boltann.

Stoke pressaði hraustlega undir lokin og Man. Utd var stálheppið að fá ekki á sig jöfnunarmark í uppbótartíma er liðið bjargaði á línu á ævintýralegan hátt.



Fellaini kemur Man. Utd í 1-0. N'Zonzi jafnar með góðu skoti. Hvort skoraði Mata eða Rojo? Ef það var Rojo þá var þetta rangstöðumark. Ótrúleg björgun hjá Young.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×