Enski boltinn

Young bjargaði þrem stigum fyrir Man. Utd | Myndband

Mark Hughes, stjóri Stoke, trúði því ekki að boltinn hefði ekki farið inn fyrir línuna.
Mark Hughes, stjóri Stoke, trúði því ekki að boltinn hefði ekki farið inn fyrir línuna. vísir/getty
Man. Utd var stálheppið að fá ekki á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn Stoke í kvöld.

Stoke pressaði mikið undir lokin og virtist vera að skora mark í uppbótartímanum en þá kom enginn annar en Ashley Young til bjargar.

Hann kom með tærnar á réttan stað á elleftu stundu og bjargaði því að boltinn færi allur yfir línuna. Þessi björgun skilaði þrem stigum.

Atvikið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Man. Utd marði sigur gegn Stoke | Sjáðu mörkin

Man. Utd slapp með skrekkinn gegn Stoke í kvöld. Stoke var mjög nærri því að jafna í uppbótartíma en Man. Utd vann 2-1. United styrkti því stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×