„Látið þau í friði!“ Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2014 11:05 Fjölmargir vilja verja hin frægu hjón gagnvart ágangi fjölmiðla, og eru rithöfundarnir Óttar M. Norðfjörð, Bubbi og Stefán Máni þeirra á meðal. Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum. Íslandsvinir Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum.
Íslandsvinir Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira