Enski boltinn

Drogba í stuði er Chelsea skellti Tottenham | Myndband

Tottenham náði ekkert að þvælast fyrir toppliði Chelsea í kvöld er það vann enn einn leikinn.

Spurs byrjaði leikinn með miklum látum og sérstaklega var Harry Kane atkvæðamikill.

Það var því nokkuð gegn gangi leiksins að Eden Hazard skildi koma Chelsea yfir í leikin. Gott samspil við Drogba í teignum og Hazard negldi svo boltanum í netið. Hans tíunda mark í röð á heimavelli. Honum er eitthvað illa við að skora á útivelli.

Örskömmu síðar var svo komið að Drogba sjálfum að skora. Spurs í vandræðum með að hreinsa og Chelsea refsaði. Oscar með stungu á Drogba sem kláraði vel.

Loic Remy rotaði svo Tottenham endanlega í síðari hálfleik með skoti af stuttu færi sem fór í netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×