Enski boltinn

Stjóri Leicester: Þá geta þeir bara haldið sig heima

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Niger Pearson.
Niger Pearson. vísir/getty
Nigel Pearson, knattspyrnustjóri nýliða Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sagði eftir tap liðsins gegn Liverpool í gærkvöldi að sumir stuðningsmanna þess mættu halda sig heima.

Leicester er sokkið niður á botn deildarinnar eftir að tapa sjö af síðustu níu leikjum sínum í úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins tóku illa í tapið í gær og svaraði Pearson einum þeirra á meðan leik stóð.

„Ég reifst aðeins við einn þarna undir lokin. Ef þeir sjá ekki að leikmennirnir eru að leggja allt á sig þá mega þeir bara vera heima,“ sagði Pearson við BBC eftir leikinn.

„Ég mun alltaf leita að jákvæðum hlutum í leik liðsins. Það er auðvelt fyrir fólkið að benda á það sem við erum ekki góðir í.“

„Ég vil samt ekki að vilji minna manna sé dreginn í efa. Ef fólkið heldur í alvörunni að menn séu ekkert að leggja á sig hafa þeir rangt fyrir sig. Það er mín afstaða,“ sagði Nigel Pearson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×