Enski boltinn

Rooney klár í slaginn gegn Southampton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney meiddist um síðustu helgi en ekki alvarlega.
Wayne Rooney meiddist um síðustu helgi en ekki alvarlega. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, er klár í slaginn fyrir leik liðsins gegn Southampton um næstu helgi.

Fyrirliðinn meiddist í sigrinum á Hull um síðustu helgi og var ekki með gegn Stoke í fjórða sigurleik liðsins í röð á þriðjudaginn.

Rooney fór í myndatöku á hné, en fram kemur á vef The Guardian að hún hafi leitt í ljós að í lagi væri með Rooney og hann gæti haldið áfram að spila.

Þetta gæti þýtt að Robin van Persie taki sér sæti á bekknum og hinn ungi James Wilson fái annað tækifæri, en hann þótti standa sig vel gegn Stoke.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur áður sagt að Rooney sé eini maðurinn sem eigi fast sæti í liðinu vegna fyrirliðabandsins og þá ætlaði hann að láta Wilson byrja leikinn gegn Hull.

„Wilson hefði verið í byrjunarliðinu á laugardaginn en hann var veikur,“ sagði Louis van Gaal.

Manchester United er búið að vinna fjóra leiki í röð í úrvalsdeildinni eftir erfiða byrjun, en liðið mætir Southampton sem er ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×