Innlent

Lyklaskipti í ráðuneytinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir við lyklaskiptin í dag.
Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir við lyklaskiptin í dag. Vísir/GVA
Ólöf Nordal tók við lyklunum að innanríkisráðuneytinu úr hendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þrjúleytið í dag. Tilkynnt var í morgun að Ólöf yrði skipuð í embættið en hún er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið.

Skipun Ólafar í embætti ráðherra kom mörgum í opna skjöldu. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að gengið hafi verið framhjá þingflokksformanninum Ragnheiði Ríkharðsdóttur við skipunina. Þá lýstu Ragnheiður og Pétur Blöndal yfir vonbrigðum sínum að fá ekki embættið en óskuðu um leið Ólöfu góðs gengis í starfi ráðherra.

Óska Ólöfu til hamingju

Landssamband sjálfstæðiskvenna óskar nýjum innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, velfarnaðar í starfi í tilkynningu.

„Hún hefur sýnt með verkum sínum að hún er vel hæf til að sinna þeim mikilvægum málaflokkum sem undir ráðuneyti hennar heyra. LS fagnar því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi gætt að kynjahlutföllum við skipan í ráðherraembætti og kona hafi orðið fyrir valinu. Það er í samræmi við ályktun flokksráðsfundar frá nóvember þar sem lögð er áhersla á að gæta að jafnrétti og stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum og tileinka næsta landsfund konum.“

Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, óskar sömuleiðis nýjum innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, innilega til hamingju.

„Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina að fá að njóta krafta og reynslu Ólafar. Hvöt óskar Ólöfu Nordal velfarnaðar í erfiðu og krefjandi starfi.“


Tengdar fréttir

Pétur Blöndal er vonsvikinn

„Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal.

Mætti ekki á ríkisráðsfund

Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum.

„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart.

Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær

Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×