Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. desember 2014 11:01 Bjarni Benediktsson tók endanlega ákvörðun um ráðherraskipan í gærkvöldi. Hér ræðir hann við fréttamenn að loknum þingflokksfundi í morgun. Vísir/ GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18