Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. desember 2014 11:01 Bjarni Benediktsson tók endanlega ákvörðun um ráðherraskipan í gærkvöldi. Hér ræðir hann við fréttamenn að loknum þingflokksfundi í morgun. Vísir/ GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18