Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. desember 2014 11:01 Bjarni Benediktsson tók endanlega ákvörðun um ráðherraskipan í gærkvöldi. Hér ræðir hann við fréttamenn að loknum þingflokksfundi í morgun. Vísir/ GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18