Innlent

„Hanna Birna fékk sama boð og allir aðrir ráðherrar“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hanna Birna sagðist ekki hafa verið boðuð á fundinn, samkvæmt heimildum Vísis.
Hanna Birna sagðist ekki hafa verið boðuð á fundinn, samkvæmt heimildum Vísis. vísir/vilhelm
„Hanna Birna fékk sama boð og allir aðrir ráðherrar, með bréfi og tölvupósti,“ segir Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í samtali við Vísi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn á Bessastöðum í dag, en þar tók Ólöf Nordal formlega við embætti innanríkisráðherra. Vísir hafði áður fengið þær upplýsingar að Hanna Birna hefði sagst ekki hafa fengið boð á fundinn.

Sigurður segir Hönnu Birnu hafa átt samtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þar sem rætt var um aðkomu hennar á fundinum.

„Það var í sjálfu sér ekki talin þörf á að hún væri þar vegna formlegrar afgreiðslu fundarins. Og það er eiginlega niðurstaðan. Allir fá boð og það var gert en svo áttu þau þetta samtal,“ segir Sigurður.

Hanna Birna hefur ekki svarað símtölum frá fréttastofu.


Tengdar fréttir

Mætti ekki á ríkisráðsfund

Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum.

„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart.

Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær

Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×