Enski boltinn

Arsenal hræðist ekki Stoke

Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. vísir/getty
Sambandið á milli Arsenal og Stoke er ekki gott og allt eins búist við því að upp úr sjóði í leik liðanna á Britannia á morgun.

Flestir muna enn eftir því þegar Ryan Shawcross, fyrirliði Stoke, fótbraut Aaron Ramsey, leikmann Arsenal, árið 2010. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur einnig líkt leikstíl Stoke við rúgbý-lið.

Shawcross tendraði bálið fyrir leikinn í gær með því að segja að stuðningsmönnum Stoke sé illa við Arsenal og því verði leikurinn „gómsætur".

„Þetta eru fullýkt ummæli hjá honum. Þetta er fótboltaleikur. Ekki hatursleikur," sagði Wenger í dag.

„Það er alltaf erfitt að eiga við Stoke. Leikmenn liðsins eru harðir í horn að taka og ekki síst á heimavelli sínum. Við verðum undirbúnir og megum ekki gleyma að spila okkar leik. Við óttumst hvorki Stoke né stuðningsmenn félagsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×