Fótbolti

Blökkumaður í bann fyrir að svara rasistum

Kanga á ferðinni í leiknum gegn Spartak.
Kanga á ferðinni í leiknum gegn Spartak. vísir/getty
Gabon-maðurinn Guelor Kanga, leikmaður FC Rostov í Rússlandi, hefur verið dæmdur í bann fyrir að svara áhorfendum sem beittu hann kynþáttaníði.

Áhorfendur Spartak Moskvu voru ósparir á apahljóðin er Kanga fékk boltann í leik liðanna á fimmtudag. Á endanum fékk Kanga nóg.

Hann snéri sér að rasistunum og sýndi þeim fingurinn fræga sem þýðir það sama í öllum löndum. Rússneska knattspyrnusambandið hafði engan húmor fyrir þessu athæfi Kanga.

Hann var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að svara rasistunum og þurfti einnig að greiða 116 þúsund krónur í sekt.

Spartak var reyndar líka sektað fyrir hegðun stuðningsmannanna. Sú sekt hljóðaði upp á 160 þúsund krónur.

Kanga er annar Afríkumaðurinn sem fer í bann á leiktíðinni fyrir að svara rasistum. Kongómaðurinn Chris Samba fékk tveggja leikja bann í september fyrir svipaða hegðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×