Fótbolti

Markalaust hjá Elmari og Hallgrími

Hallgrímur á ferðinni í landsleik.
Hallgrímur á ferðinni í landsleik. vísir/getty
Lið landsliðsmannanna Theodórs Elmars Bjarnasonar og Hallgríms Jónassonar, Randers og SönderjyskE, gerðu jafntefli í danska boltanum í kvöld.

Ekki bara gerðu liðin jafntefli heldur gerðu þau markalaust jafntefli.

Elmar var í byrjunarliði Randers í leiknum og Hallgrímur var í liði SönderjyskE. Báðir spiluðu þeir allan leikinn.

Stigið var mikilvægt fyrir Hallgrím og félaga sem eru í botnslag en að sama skapi eru þetta töpuð stig fyrir Randers sem er í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×