Enski boltinn

Mourinho vonast eftir fyrsta sigrinum á St. James Park

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nær Mourinho fyrsta sigrinum úti gegn Newcastle?
Nær Mourinho fyrsta sigrinum úti gegn Newcastle? vísir/getty
Jose Mourinho knattspyrnustjóri segir lið Newcastle sjá rautt þegar Chelsea kemur í heimsókn á St. James Park á sama tíma og liðið nálgast aðra leiki eins og vináttuleiki.

Newcastle tekur á móti Chelsea í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 í dag klukkan 12:45.

Mourinho hefur aldrei fagnað sigri á St. James Park og 2-0 tap liðsins á síðustu leiktíð gegn Newcastle lék stórt hlutverk í titilbaráttunni.

Mourinho segir Newcastle reyna meira á sig gegn Chelsea og það eigi við fleiri lið.

„Þetta er erfiður leikvangur heim að heimsækja. Það eru nokkur lið sem nálgast leiki gegn Chelsea eins og bikarúrslitaleiki og svo þegar þau mæta öðrum liðum þá lítur það út eins og það séu vináttuleikir,“ sagði Mourinho.

„Kannski er það vegna þess að Chelsea er sterkt lið sem öll lið vilja vinna.

„Heimavöllur Newcastle er einstakur völlur. Ég vissi það þegar ég vann með Bobby Robson. Fólk lifir fyrir félagið, fyrir augnablikið. Hér er mikil ástríða og þetta er stórt félag. Það er ótrúlegt að liðið hafi ekki landað titli í svo mörg ár.

„Newcastle er erfiður andstæðingur. Við skynjum að Chelsea sé stór leikur fyrir Newcastle því liðið leikur ekki eins gegn Chelsea og öðrum liðum, en það á ekki bara við Newcastle.

„Það veldur mér ekki vonbrigðum að lið mæti Chelsea af meiri hörku en öðurm liðum. Það staðfestir fyrir mér hve stórir við erum,“ sagði Mourinho.

Chelsea hefur ekki tapað leik á tímabilinu og Newcastle hefur aðeins tapað einum af níu síðustu leikjum sínum í öllum keppnum þó liðið hafi aðeins náði í eitt stig í tveimur síðustu leikjum eftir sex leikja sigurgöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×