Fótbolti

Aron skoraði í sigri AZ

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson Vísir/getty
Aron Jóhannsson skoraði fyrra mark AZ sem lagði Go Ahead Eagles 2-0 í hollensku úrvarsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Aron skoraði eftir fyrirgjöf Dos Santos á 25. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0. Þetta var annað mark Arons á leiktíðinni.

Dos Santos skoraði sjálfur seinna markið 20 mínútum fyrir leikslok.

AZ er í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig í 15 leikjum. Go Ahead Eagles er í 13. sæti með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×