Fótbolti

Kolbeinn skoraði og fór meiddur af leikvelli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson skoraði og fór meiddur af leikvelli þegar Ajax skellti Willem II 5-0 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrsta markið á 14. mínútu og fór meiddur af leikvelli fjórum mínútum síðar.

Arkadiusz Milik sem kom inn á fyrir Kolbein skoraði annað mark Ajax á 27. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti miðvörðurinn Joel Veltman við marki og tveimur mínútum fyrir hálfleik skoraði Milik annað markið sitt.

Davy Klaassen skoraði síðasta mark leiksins á þrettándu mínútu seinni hálfleiks og 5-0 sigur Ajax staðreynd.

Ajax er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir PSV sem á leik til góða. Willem II er í 8. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×