Enski boltinn

Crouch fagnar eins og Ronaldo

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Crouch kann að gleðja samherjana
Crouch kann að gleðja samherjana vísir/getty
Peter Crouch skoraði fyrsta mark Stoke sem lagði Arsenal 3-2 í dag. Crouch er mikill húmoristi og fagnaði á sama hátt og Cristiano Ronaldo er vanur að fagna og birti mynd af því á twitter síðu sinni.

Ekki skal sagt hvort Crouch sé að gera grín að Ronaldo eða einfaldlega dást að honum þá er hann að gefa í skyn að munurinn á þeim sé ekki svo mikill, nema hvað Crouch er augljóslega í skyrtunni sinni á meðan Ronaldo leyfir heimsbyggðinni að dást að vel þjálfuðum líkamanum.

Félagar Crouch í liðinu kunna að meta fögnuðinn eins og sést á myndinni en Crouch skoraði eftir aðeins 18 sekúndur og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 3-0. Ekkert skal fullyrt um það hvort markið eða fögnuðurinn hafi kveikt svona hressilega í leikmönnum Stoke sem unnu fyrsta sigur sinn í fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×