Innlent

Sérsveitin kölluð út vegna slagsmála

vísir/vilhelm
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi eftir hópslagsmál brutust út í Breiðholti. Fjórir karlmenn voru handteknir, þar af voru þrír fluttir fyrst á slysadeild til aðhlynningar. Einn þeirra var lagður inn á spítala vegna áverka en hinir voru fluttir í fangageymslu.

Að sögn lögreglu er talið að mennirnir hafi beitt eggvopnum í slagsmálunum en málið er nú til rannsóknar. Þá var annar maður handtekinn í Breiðholti í nótt eftir að hann veittist að tveimur konum. Að sögn lögreglu var maðurinn ölvaður. Konurnar voru fluttar á slysadeild til aðhlynningar en maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×