Fótbolti

Maðurinn sem meiddi Kolbein í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilaði bara átján mínútur í gær í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í einn mánuð þökk sé ljótri tæklingu eins leikmanns Willem II.

Kolbeinn var nýbúinn að koma Ajax í 1-0 þegar hann varð fyrir „árás" frá Ali Messaoud, leikmanni Willem II. Kolbeinn snéri illa upp á ökklann og var tekinn af velli á börum.

Frank de Boer, þjálfari Ajax, talaði um að Kolbeinn yrði frá í nokkrar vikur en þetta var mjög svekkjandi fyrir Kolbeinn sem var búinn að vinna sér aftur sæti í byrjunarliðinu.

Kolbeinn heldur áfram að vera mjög óheppinn með meiðsli en þarna var sökin nánast algjörlega á herðum Ali Messaoud, 23 ára Hollendings af marokkóskum ættum.

Ali Messaoud fékk bara gult spjald fyrir þessa ömurlegu tæklingu og fannst flestum hann sleppa mjög vel.

Líkt og Kolbeinn hóf Ali Messaoud atvinnumannaferillinn hjá AZ Alkmaar en hann hefur leikið með Willem II frá 2003.



Kolbeinn fór af velli á börum.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×