Innlent

Keyrði með börn á snjóþotu í eftirdragi

Bjarki Ármannsson skrifar
Snjóþotur geta verið í meira lagi skemmtilegar. Þó þarf að nota þær á öruggan hátt.
Snjóþotur geta verið í meira lagi skemmtilegar. Þó þarf að nota þær á öruggan hátt. Vísir/Valli
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ökumann bifreiðar með snjóþotu í eftirdragi og börn sitjandi á henni um eittleytið í dag. Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði.

Í skýrslu lögreglu segir að málið sé litið alvarlegum augum enda valdi svona háttalag mikilli hættu. Bifreiðin var farin af vettvangi þegar lögreglu bar að en lögreglan hefur upplýsingar um ökumanninn.

Þá var tilkynnt um vinnuslys á hóteli í miðborg Reykjavíkur um hálffjögur. Þar hafði karlmaður um tvítugt fallið um fjóra til fimm metra milli hæða þar sem hann var við vinnu í eldhúsi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til skoðunar en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×