Ólöf ætlar að leggjast yfir lögregluumdæmin Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 19:14 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.” Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.”
Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30