Innlent

Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Dómsmálaráðherra hefur skrifað undir reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra. Með því eru ákveðin umdæmamörk lögregluembætta um landið og hvar aðalstöð lögreglustjóra skuli vera innan hvers umdæmis. Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu.

Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra fellur sveitarfélagið Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi þar til úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar þar hefur farið fram.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu

Í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.

Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi eru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær og Dalabyggð.

Aðalstöð lögreglustjóra er í Borgarnesi og lögreglustöðvar á Akranesi, Stykkishólmi, Búðardal, Ólafsvík og Grundarfirði.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum

Í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum eru Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð.

Aðalstöð lögreglustjóra er á Ísafirði og lögreglustöðvar í Patreksfirði og í Hólmavík.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

Aðalstöð lögreglustjóra er á Sauðárkróki og lögreglustöð verður á Blönduósi.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð.

Aðalstöð lögreglustjóra er á Akureyri og lögreglustöðvar á Húsavík, Siglufirði, Dalvík og Þórshöfn.

Lögreglustjórinn á Austurlandi

Í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi eru Vopnafjarðarhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.

Aðalstöð lögreglustjóra er í Eskifirði og lögreglustöðvar á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Vopnafirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Höfn.

Lögreglustjórinn á Suðurlandi

Í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus.

Aðalstöð lögreglustjóra er á Hvolsvelli og lögreglustöðvar á Selfossi, Vík og Kirkjubæjarklaustri.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum

Í umdæmi lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru Vestmannaeyjar og þar er aðalstöð lögreglustjóra einnig.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum eru Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.

Aðalstöð lögreglustjóra er í Reykjanesbæ og lögreglustöðvar í Grindavík, Sandgerði, Garði, Vogi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×