Enski boltinn

Getur bara spilað í 20 mínútur

Falcao ásamt Angel di Maria.
Falcao ásamt Angel di Maria. vísir/getty
Það gengur illa hjá Man. Utd að koma Kólumbíumanninum Radamel Falcao í almennilegt stand.

Stjóri liðsins, Louis van Gaal, hefur nú greint frá því að Falcao sé aðeins í formi til þess að spila í 20 mínútur.

Hann hefur komið af bekknum hjá United í síðustu tveim leikjum þar sem framherjinn hefur verið að jafna sig af kálfameiðslum.

„Ég hef verið að velja hann í hópinn þó svo hann geti aðeins spilað í 20 mínútur," sagði Van Gaal.

Falcao verður væntanlega áfram á bekknum hjá Man. Utd í kvöld er liðið sækir Southampton heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×