Fótbolti

Keane tryggði Galaxy titilinn

Keane lyftir hér bikarnum í nótt.
Keane lyftir hér bikarnum í nótt. vísir/getty
Robbie Keane er ekki hættur að gera það gott í boltanum en hann tryggði LA Galaxy bandaríska meistaratitilinn í gær.

Hann skoraði þá sigurmarkið í framlengingu gegn New England Revolution. Gyasi Zardes hafði komið LA Galaxy yfir í leiknum en Chris Tierney jafnaði fyrir Revolution rétt fyrir leikslok og því varð að framlengja.

Þar var Keane hetjan og tryggði Galaxy sinn fimmta meistaratitil en ekkert lið hefur unnið MLS-deildina oftar.

Þetta var lokaleikur ferilsins hjá Bandaríkjamanninum Landon Donovan en hann endar ferilinn sem sexfaldur meistari í deildinni.

Keane átti flott tímabil í Bandaríkjunum. Skoraði 20 mörk í 33 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×