Enski boltinn

Allardyce: Carroll getur verið óstöðvandi

Carroll fagnar um helgina.
Carroll fagnar um helgina. vísir/getty
Framherjinn stóri, Andy Carroll, minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði tvö mörk fyrir West Ham gegn Swansea.

Þetta voru fyrstu mörk framherjans síðan í mars en hann hefur verið mikið meiddur á árinu. Þetta var aðeins fimmti leikurinn sem hann nær að spila síðan í mars.

Stjórinn hans, Sam Allardyce, er að vonum himinlifandi með þessa endurkomu og hann hefur mikla trú á Carroll.

„Hann er einfaldlega óstöðvandi þegar hann fær pláss. Hreyfingin í teignum skiptir lykilmáli. Ef hún er rétt þá getur hann skallað af krafti og það gerðist í þessum leik," sagði Allardyce.

Carroll er dýrasti leikmaður í sögu West Ham en hann kostaði félagið 15 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×