Innlent

Nánast enginn sótti um stöðu á kandidatsári

Gissur Sigurðsson skrifar
Daði Helgason, talsmaður sjötta árs læknanema, segir að læknakandidatar og læknanemar á fjórða til sjötta ári hafa mannað um 75 stöðugildi á Landspítalanum síðustu sumur.
Daði Helgason, talsmaður sjötta árs læknanema, segir að læknakandidatar og læknanemar á fjórða til sjötta ári hafa mannað um 75 stöðugildi á Landspítalanum síðustu sumur. Vísir/GVA
„Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu á kandidatsári rann út núna 24. nóvember en það þurfti að framlengja frestinn þar sem nánast enginn hafði sótt um,“ segir Daði Helgason, talsmaður sjötta árs læknanema við læknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Vísi.

Læknanemar munu afhenda Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra lista með undirskriftir rúmlega tvö hundruð læknanema á fjórða til sjötta ári. Segjast þeir ekki munu sækja um stöður kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en samningar nást milli ríkis og lækna.

Daði segir að læknakandidatar og læknanemar á fjórða til sjötta ári hafa mannað um 75 stöðugildi á Landspítalanum síðustu sumur. „Þetta er um 40 prósent af öllum stöðugildum lækna sem hafa ekki eru með sérfræðimenntun. Þetta myndi því hafa gríðarleg áhrif á daglega starfsemi spítalans. Ég sé ekki daglega starfsemi ganga ef til þessara aðgerða kemur.“

Afhendingin fer fram fyrir framan fjármálaráðuneytið en Bjarni hefur samþykkt að hitta læknanema og taka á móti listunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×