Erlent

Hópur hakkara réðst á netverslun PlayStation

Atli Ísleifsson skrifar
Leikjatölvan PlayStation hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt í síðustu viku.
Leikjatölvan PlayStation hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt í síðustu viku.
Hópur hakkara hefur lýst yfir ábyrgð á árás sem gerð hefur verið á netverslun PlayStation sem liggur nú niðri.

Á síðunni birtast nú skilaboðin „Page Not Found! It's not you. It's the internet's fault,“ sem þýða má sem „Síða finnst ekki! Þetta er ekki þér að kenna heldur internetinu.“

Hópurinn „Liqard Squad“ segir í Twitter-færslu bera ábyrgð á árásinni, sem er ein fjölmargra  sem gerð hefur verið á tæknirisann Sony síðustu daga.

Leikjatölvan hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt í síðustu viku.


Tengdar fréttir

PlayStation tuttugu ára í dag

Ný afmælisútgáfa af PS4 tölva kynnt af tilefninu, sem er svipar til upprunalegu leikjatölvu Sony.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×