PlayStation tuttugu ára í dag Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2014 10:45 Þann 3. desember 1994 birtist ný leikjatölva í hillum verslana í Japan. Mynd/Sony Þann 3. desember 1994 birtist ný leikjatölva í hillum verslana í Japan. Í dag eru því liðin tuttugu ár frá því að Sony PlayStation varð til. Þetta var fyrsta leikjatölva Sony og sú fyrsta þar sem geisladiskar voru notaðir. Hún var fyrsta leikjatölvan til að seljast í meira en hundrað milljónum eintaka og skipaði Sony sess á þéttsetnum markaði.Afmælisútgáfa PS4 svipar mjög til upprunalegu PlayStation tölvunnar.Mynd/Sony„Tuttugu ár er langur tími,“ segir Shuhei Yoshida, yfirmaður tölvudeildar Sony, í bloggfærslu á heimasíðu fyrirtækisins. „Árið 1994 héldu margir að við værum óðir þegar við settum upprunalegu PlayStation tölvuna á markað með svo mikilli samkeppni.“ Alls seldi Sony rúmlega 104 milljónir eintaka af PlayStation, en næsta leikjatölva fyrirtækisins varð sú vinsælasta í heiminum. PlayStation 2 var gefin út í mars 2000 og fram til janúar 2013 seldust 157,7 milljónir tölva um allan heim. Í nóvember 2006 gaf Sony út PS3 og hingað til hefur fyrirtækið selt 83,7 milljónir. Svo fyrir rétt rúmu ári gaf fyrirtækið út PS4, en 13,1 milljón eintök hennar hafa selst á þeim tíma. Sá PlayStation tölvuleikur sem sem selst hefur í flestum eintökum er Grand Theft Auto: San Andreas og seldust 17,3 milljónir eintaka af leiknum.Upphaflega PlayStation tölvan var fyrsta leikjatölvan sem seldist í meira en hundrað milljónum eintaka og notaðist við geisladiska.Vísir/GraphicNews Leikjavísir Sony-hakkið Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið
Þann 3. desember 1994 birtist ný leikjatölva í hillum verslana í Japan. Í dag eru því liðin tuttugu ár frá því að Sony PlayStation varð til. Þetta var fyrsta leikjatölva Sony og sú fyrsta þar sem geisladiskar voru notaðir. Hún var fyrsta leikjatölvan til að seljast í meira en hundrað milljónum eintaka og skipaði Sony sess á þéttsetnum markaði.Afmælisútgáfa PS4 svipar mjög til upprunalegu PlayStation tölvunnar.Mynd/Sony„Tuttugu ár er langur tími,“ segir Shuhei Yoshida, yfirmaður tölvudeildar Sony, í bloggfærslu á heimasíðu fyrirtækisins. „Árið 1994 héldu margir að við værum óðir þegar við settum upprunalegu PlayStation tölvuna á markað með svo mikilli samkeppni.“ Alls seldi Sony rúmlega 104 milljónir eintaka af PlayStation, en næsta leikjatölva fyrirtækisins varð sú vinsælasta í heiminum. PlayStation 2 var gefin út í mars 2000 og fram til janúar 2013 seldust 157,7 milljónir tölva um allan heim. Í nóvember 2006 gaf Sony út PS3 og hingað til hefur fyrirtækið selt 83,7 milljónir. Svo fyrir rétt rúmu ári gaf fyrirtækið út PS4, en 13,1 milljón eintök hennar hafa selst á þeim tíma. Sá PlayStation tölvuleikur sem sem selst hefur í flestum eintökum er Grand Theft Auto: San Andreas og seldust 17,3 milljónir eintaka af leiknum.Upphaflega PlayStation tölvan var fyrsta leikjatölvan sem seldist í meira en hundrað milljónum eintaka og notaðist við geisladiska.Vísir/GraphicNews
Leikjavísir Sony-hakkið Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið