Fótbolti

Marta slapp með skrámur í hörðum árekstri

Marta.
Marta. vísir/getty
Besta knattspyrnukona heims, Marta, var afar heppinn er hún lenti í hörðum árekstri.

Hún er heima í Brasilíu þessa dagana í fríi og var á heimleið eftir heimsókn er hún missti stjórn á bíl sínum og klessti harkalega á.

Marta slapp með skrámur og sömu sögu er að segja af öðrum sem voru í bílnum með henni.

Hún verður því klár í slaginn með brasilíska landsliðinu sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×