Innlent

Stálu 3000 lítrum af olíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/vilhelm
Um 3000 lítrum af dísilolíu hefur verið stolið af tanki í eigu Flúðaleiða á Flúðum en lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um málið um helgina.

Talið er að þjófnaðurinn hafi átti sér stað frá 25. nóvember síðastliðinn þar til 4. desember. Tankurinn stóð við Smiðjustíg á Flúðum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um þessi þjófnaðarmál eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.

Ekkert hefur komið fram við rannsókn á unga stúlku á Selfossi í síðustu viku sem hefur leitt lögreglu á sporið. Málið er því enn óupplýst og engar vísbendingar um hver hafi verið þar að verki.

Erlendur ferðamaður ökklabrotnaði við Geysi í Haukadal í gær. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×