Félagar í Félagi tónlistarskólakennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn hófst 3. desember og lauk klukkan 12 í dag.
Á kjörskrá voru 530 en atkvæði greiddu 360 eða 67,92% þátttaka.
Já sögðu 293 eða 81,39% og nei sögðu 42 eða 11,67%. Tuttugu og fimm skiluðu auðu eða 6,94%.
Kjarasamningur FT og Sambandsins var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara að morgni 25. nóvember síðastliðinn. Þá hafði verkfall tónlistarskólakennara staðið í nærfellt fimm vikur.
Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015.
Tónlistarskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning
