Innlent

Samningafundi lækna lokið án árangurs

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Verkfallsaðgerðir lækna standa nú yfir.
Verkfallsaðgerðir lækna standa nú yfir. Vísir/Getty Images
„Það miðar ekkert með launaliðina ennþá en við vorum að vinna áfram með þessi efnislegu atriði samningsins sem er verið að laga,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna við ríkið. Fundi samninganefnda lækna og ríkisins lauk í dag án þess að deilan hafi þokast mikið.

Enn sér ekki fyrir endann á verkfallsaðgerðum lækna en ný verkfallshrina hófst á miðnætti. „Þetta er alveg óljóst. Á meðan launaliðirnir eru í stoppi, þá er enginn samningur í sigti þannig. Engin lausn,“ segir Sigurveig um málið.

Næsti fundur samningsaðila hefur verið boðaður á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×