Forsætisráðherra magalendir í haftamálinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. desember 2014 20:00 Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira