Enski boltinn

Fjórir úrvalsdeildarslagir í bikarnum | Arsenal mætir Hull

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mætir Hull í úrvalsdeildarslag.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mætir Hull í úrvalsdeildarslag. vísir/getty
Dregið var til þriðju umferðar ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld, en þar koma úrvalsdeildarliðin inn í keppnina.

Það verður boðið upp á fjóra úrvalsdeildarslagi, en Arsenal tekur á móti Hull, Burnley fær Tottenham í heimsókn, Leicester og Newcastle mætast og þá heimsækir West Ham lið Everton.

Toppliðið í ensku úrvalsdeildinni, Chelsea, fær Watford í heimsókn og Manchester City tekur á móti Sheffield Wednesday.

Liverpool og Manchester United voru nokkuð heppin með drátt. Liverpool heimsækir AFC Wimbledon sem leikur í D-deildinni og United mætir sigurvegaranum úr viðureign Accrington og Yeovil. Accrington leikur í D-deildinni og Yeovil í D-deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Charlton mæta Blackburn, Kári Árnason og hans menn í Rotherham taka á móti Bournemouth, Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff fá Colchester í heimsókn og Bolton með Eið Smára Guðjohnsen innanborðs á nágrannaslag við Wigan.

Drátturinn í heild sinni:

Arsenal - Hull

Southampton - Ipswich

Stoke - Wrexham

Charlton - Blackburn

Dover - Crystal Palace

AFC Wimbledon - Liverpool

Man. City - Sheff. Wednesday

Aldershot eða Rochdale - Nott. Forest

WBA - Gateshead

Blyth Spartans - Birmingham

Aston Villa - Blackbpool

Rotherham - Bournemouth

Huddersfield - Reading

Oxford eða Tranmere - Swansea

Cardiff - Colchester

Bolton - Wigan

Sunderland - Leeds

Burnley - Tottenham

Millwall - Bradford

Derby - Southport

Brentford - Brighton

Fulham - Úlfarnir

Leicester - Newcastle

Scunthorpe eða Worcester - Chesterfield

Everton - West ham

Cambridge eða Mansfield - Bury eða Luton

Chelsea - Watford

Barnsley eða Chester - Middlesbrough

QPR - Sheff. United

Accrington eða Yeovil - Man. United

Preston - Norwich

Doncaster - Bristol City

Leikirnir fara fram 3.-6. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×