Innlent

Björgunarsveitir víða að störfum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víða um land hefur fólk þurft aðstoð björgunarsveita.
Víða um land hefur fólk þurft aðstoð björgunarsveita. Vísir/Ernir
Björgunarsveitir frá Hveragerði og Þorlákshöfn hafa verið kallaðar út og eru nú að ferja fólk úr bílum sem sitja fastir á Hellisheiði, en heiðin er lokuð við Hveragerði og Rauðavatn. Þá eru Þrengslin einnig lokuð en þar er stórhríð og þæfingsfærð.

Þá er björgunarsveit frá Mosfellsbæ á leið á Sandskeið til að aðstoða ökumenn en þar er veður afar slæmt og hefur nú verið lokað þar fyrir umferð.

Björgunarfélag Akraness vinnur svo að því að koma starfsmönnum Norðuráls sem býr í Borgarnesi til síns heima og á Ólafsfirði mokar björgunarsveitin Tindur snjóhengju af þaki íbúðarhúss í bænum.

Björgunarsveitarmenn að störfum við Gaflaraleikhúsið.Vísir/Jóhann
Tilkynnt var um gervihnattardisk sem var að losna af húsi við Rauðalæk.

Töluverðar skemmdir urðu innandyra á veggjum og hurð í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði í kvöld vegna vatnsleka. Björgunarsveitarmenn voru þar að störfum við að losa stíflur í vatnsrennu þar sem lak inn í húsið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×