Innlent

Unglingar í Háteigsskóla stofna femínistafélag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Femínistafélög hafa verið stofnuð í nokkuð mörgum framhaldsskólum síðustu misseri en minna hefur borið á því að slík félög séu starfrækt við grunnskóla landsins.
Femínistafélög hafa verið stofnuð í nokkuð mörgum framhaldsskólum síðustu misseri en minna hefur borið á því að slík félög séu starfrækt við grunnskóla landsins. Vísir/Andri Marinó

Unglingar í félagsmiðstöðinni 105 sem starfrækt er við Háteigsskóla héldu í kvöld stofnfund Femínistafélags 105 og Háteigsskóla.

Femínistafélög hafa verið stofnuð í nokkuð mörgum framhaldsskólum síðustu misseri en minna hefur borið á því að slík félög séu starfrækt við grunnskóla landsins.

Í frétt á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar segir að Femínistafélagið muni meðal annars standa fyrir fræðslu og sýna þætti og heimildamyndir. Þá séu allir velkomnir í félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.